Brúðkaupsósk
Með töfra sprota
hér ég krota
orð í huga
niðrá blað

Vona svona
alltaf verði
gott að koma
hér í hlað

Gleðin ríki
börnin skríki
farsæld dafni
koti í

Og að hjónin
alltaf verði
hvor í öðru
skotin í
 
Inga Rannveig
1976 - ...


Ljóð eftir Ingu Rannveigu

Brúðkaupsósk
Nútímamaðurinn
Ást
Þrumuveður
ljósmyndarinn
Á leiðinni til þín
Í tætlum
Gaddavír
Endalokin
Óveður
Lognið
Brosið þitt
Regn
Sumarbruni
Fegurð dagsins
Skógargyðja
Bannvara
Kaldur morgunn
Orð á blaði
Sokkarnir þínir
Láttu vera