Láttu vera
Láttu vera,
láttu kjurt.
Ekki snerta,
farðu burt.

Ekki bíta,
ekki narta.
Hann er algjör
halakarta.

Vondur strákur.
Ekki falla.
Samt ég heyri
hjartað kalla.

Verð að snerta,
verð að kyssa.
Af blossanum
ég má ey missa.

Veit að seinna
mun ég vakna,
alein aftur
og hans sakna.

En í kvöld
má sorgin vera.
Hjarta mitt
óhrædd mun bera.

Sting mér svöl
í djúpan poll.
Unaðslegan
fæ ég hroll.

Voljúmið er sett
á max
því seinna
kemur ekki strax.  
Inga Rannveig
1976 - ...


Ljóð eftir Ingu Rannveigu

Brúðkaupsósk
Nútímamaðurinn
Ást
Þrumuveður
ljósmyndarinn
Á leiðinni til þín
Í tætlum
Gaddavír
Endalokin
Óveður
Lognið
Brosið þitt
Regn
Sumarbruni
Fegurð dagsins
Skógargyðja
Bannvara
Kaldur morgunn
Orð á blaði
Sokkarnir þínir
Láttu vera