Óveður
Og úti urrar veðrið.

Það er kalt
þótt ofninn sé
á fullu
og ég ligg skjálfandi
undir sænginni.

Vindurinn lemur húsið
og veggirnir titra
en þegar ég lít út
um gluggann
skín sólin
og þvotturinn
hreyfist ekki á snúrunni.  
Inga Rannveig
1976 - ...


Ljóð eftir Ingu Rannveigu

Brúðkaupsósk
Nútímamaðurinn
Ást
Þrumuveður
ljósmyndarinn
Á leiðinni til þín
Í tætlum
Gaddavír
Endalokin
Óveður
Lognið
Brosið þitt
Regn
Sumarbruni
Fegurð dagsins
Skógargyðja
Bannvara
Kaldur morgunn
Orð á blaði
Sokkarnir þínir
Láttu vera