Kaldur morgunn
Gluggar fjölbýlishússins
vakna einn af öðrum
og geyspa letilega
til svarta morgunsins
sem umvefur
snjóskaflana
fyrir utan.

Köld götuljósin
skjálfa í kuldanum
og horfa með undrun
á mannfólkið
skifta á
draumum sínum
og ös hversdagsins.  
Inga Rannveig
1976 - ...


Ljóð eftir Ingu Rannveigu

Brúðkaupsósk
Nútímamaðurinn
Ást
Þrumuveður
ljósmyndarinn
Á leiðinni til þín
Í tætlum
Gaddavír
Endalokin
Óveður
Lognið
Brosið þitt
Regn
Sumarbruni
Fegurð dagsins
Skógargyðja
Bannvara
Kaldur morgunn
Orð á blaði
Sokkarnir þínir
Láttu vera