Björgunarhringur óskast
Ég finn hvernig tilfinningin brýst um innra með mér
-eins og einmana loftlaus kútur í ölduróti.
Í mér býr nefnilega eitt lítið en magnþrungið ljóð sem neitar að líta dagsljósið.

Ég sit og hugsa stíft, læt hugann reika.
En ljóðið er týnt.
Sigli því í gegnum lífið stefnulaust
-þar til sá dagur kemur að ég mun sjá móta fyrir því við sjóndeildarhringinn.  
Táta
1984 - ...


Ljóð eftir Tátu

Minning
Lærdómur
Suð
þenkjandi
Á skjánum
Ljóðmæði
Hryllingsmynd
Leiðindi
Hugleiðingar
Tannburstunarhæka
Björgunarhringur óskast
Áþján
Án titils
bara
ljóð
Á bókasafninu
hugsanasuð
ussss
Leitin mikla
Ljóslega
Ég er viss
Skýjaglópur