Leiðindi
Að leiðast er eins og að vera...
...fötin uppí skáp sem fóru úr tísku fyrir löngu
...vitavörður
...bók sem hefur aldrei verið lesin en situr uppí hillu og rykfellur
...óopnaður tannbursti
...snjóþota að sumri
...týnda púslið í púsluspilinu
...jólaskraut í júní
...bíll á bílahaug
...bleklaus penni
...steinvala sem bíður eftir því að einhver fleyti með sér kellingar
...alfræðiorðabók
...opin mjólkurferna sem stendur í sólinni
...eyðibær
...heimildaþáttur sem allir sofna yfir
...ljóta leikfangið sem enginn vill kaupa
...símaskráin frá því í hittífyrra
...ég núna  
Táta
1984 - ...


Ljóð eftir Tátu

Minning
Lærdómur
Suð
þenkjandi
Á skjánum
Ljóðmæði
Hryllingsmynd
Leiðindi
Hugleiðingar
Tannburstunarhæka
Björgunarhringur óskast
Áþján
Án titils
bara
ljóð
Á bókasafninu
hugsanasuð
ussss
Leitin mikla
Ljóslega
Ég er viss
Skýjaglópur