Hryllingsmynd
Súmmað inn á stúlku í gulum kjól
hún situr með bláu augun
og axlasíða ljósa hárið
á brunninum.

Hún dinglar svörtum lakkskónum
og les aftan á sjampóbrúsann
sem stóð á baðbrúninni
hún leggur hann frá sér.

Hún teygir höndina til vinstri
en grípur í tómt
undrun leynir sér ekki á
smáfríðu andlitinu.

Hún lítur í ofboði í kringum sig
en til einskis
allur pappírinn er uppurinn
í angist sinni grípur hún
í ljósa axlasíða hárið
og öskrar upp yfir sig.

Súmmað burt frá stúlkunni
í gula kjólnum með bláu augun
og skelfingarsvipinn
á smáfríðu andlitinu
 
Táta
1984 - ...


Ljóð eftir Tátu

Minning
Lærdómur
Suð
þenkjandi
Á skjánum
Ljóðmæði
Hryllingsmynd
Leiðindi
Hugleiðingar
Tannburstunarhæka
Björgunarhringur óskast
Áþján
Án titils
bara
ljóð
Á bókasafninu
hugsanasuð
ussss
Leitin mikla
Ljóslega
Ég er viss
Skýjaglópur