Raunverulegu stjörnurnar?
Forstjórar í fyrirtækjum
fjársvik lygar prettir
Bóhemar í fjölskyldum
nær alltaf svartir blettir

Eru þessir menntuðu
eitthvað betur settir
Skærustu stjörnurnar
eru oftast gervihnettir
 
Freydís
1984 - ...


Ljóð eftir Freydísi Guðnýju Hjálmarsdóttur

Fimmtudagsmorgunn
Útsýnið
Raunverulegu stjörnurnar?
Höfnun/köfnun
Sjálfsvernd sjálfsskemmd
Gott
Sjarmerandi ástand
Nútíma ást