

Á dögunum sat ég við sjónvarpið
og horfði á alþingiskonu tala.
Síðan slökkti ég á talinu
og horfði á munn hennar hreyfast.
Hann hreyfðist og hreyfðist
og augu hennar gneistuðu af ákefð
til að bæta heiminn.
Í Danmörku fannst á dögunum steingervingur af risaeðlu
þriggja millján ára gamall.