Tal út í loftið

Á dögunum sat ég við sjónvarpið
og horfði á alþingiskonu tala.
Síðan slökkti ég á talinu
og horfði á munn hennar hreyfast.
Hann hreyfðist og hreyfðist
og augu hennar gneistuðu af ákefð
til að bæta heiminn.
Í Danmörku fannst á dögunum steingervingur af risaeðlu
þriggja millján ára gamall.  
Sigurður P. Gíslason
1934 - ...


Ljóð eftir Sigurð P. Gíslason

Best is yet to come
Minning úr sveit
Salvador Dali
Hugsað til ljóðsnillings
Dauðinn
Jól
Tal út í loftið
Kvöldstund
Vorkoma
Kvöld á þorra
Jazz