Sálartóm
Ég hrapa neðar og neðar
í endalaust svarthol sálarinnar
Dimmt,kalt og dautt.

Við hvert vandamál fell ég dýpra og dýpra
í tómið sem er allsráðandi innra með mér.

En svo birtist þú og togaðir mig upp
og gafst mér ást til að sauma saman
gatslitið hjarta mitt
núna er dimma holið innra með mér
Bjart,hlítt og lifandi.

En í dag togar svartholið í mig
svo þung eru vandamálin
en þú heldur fast í höndina á mér
en svartholið togar og togar
að með tímanum slitna saumarnir
og þú missir takið.  
Röskva
1984 - ...


Ljóð eftir Röskvu

Ástin mín afhverju
Við eldhúsborðið
Draumur á Jónsmessunótt
Andvaka
Fullkomin fegurð
Áttavillt
Höfuðverkur
Stjarnan mín
Sálartóm