Glerfólkið
Vitundarlaust um eigin takmarkanir, steypa sér til glötunar þegar sumarið kemur.

Svampskórnir burt og flíkirnar með, fíngerð umgjörðin opin fyrir hættum umhverfisins sem það smíðaði sjálft.

Fegurðarskyn þess steypi því til glötunar.

Fyrsta skrefið og brotin byrja að kvarnast úr löppinni, og það næsta.

Brotin þyrlast um götuna og hver á fætur öðrum fellur til dauða síns, hvert á fætur öðru áttar það sig á hryllingnum sem bygging steinsteypuborga hafði í för með sér.

Allt þetta, því þau vildu sýnast meiri en þau eru í raun og veru.  
Þórgnýr Thoroddsen
1982 - ...
Svolítið myndrænt fyrir mér, þarf að láta þetta veltast í hausnum aðeins lengur til að gera það betra. En byrjun er byrjun.


Ljóð eftir Þórgný

Glerfólkið
Framtíð hugsjónarmanns.
Fall.
Dreyraneytir
Glerfólkið II (Postulínsfólkið)
Sumarást
Þær þrjár
Vinátta gerð úr plasti
Tomorrow comes with rain
Stríðsyfirlýsing
Flugumferðarstjórn í höfði mér
Sorry Kisi
Sunnutraust
Tilverusyndaflóð 2003
Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst
Ég er barn og brostið hjarta
Menningarnótt 2003
Ást pt. 3
stef úr stærra verki