Vinátta gerð úr plasti
Ég veit vel þú ert ekki til,
í alvörunni bara plastvinur.
Tilvera þín ómarktæk,
rétt eins og mín.

Þú ert bara plastvinur,
tjáning þín er ekki sönn
og engin merking liggur
að baki orðum þínum.

Túlkun svipt tilveru
okkar sem hýrumst
í draumkenndri ótilveru
í rafgeimum.  
Þórgnýr Thoroddsen
1982 - ...
Um tilveru okkar sem húkum í rafgeimum. Við vitum vel af hvort öðru en samband milli tveggja einstaklinga er ekki til í raunveruleikanum.


Ljóð eftir Þórgný

Glerfólkið
Framtíð hugsjónarmanns.
Fall.
Dreyraneytir
Glerfólkið II (Postulínsfólkið)
Sumarást
Þær þrjár
Vinátta gerð úr plasti
Tomorrow comes with rain
Stríðsyfirlýsing
Flugumferðarstjórn í höfði mér
Sorry Kisi
Sunnutraust
Tilverusyndaflóð 2003
Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst
Ég er barn og brostið hjarta
Menningarnótt 2003
Ást pt. 3
stef úr stærra verki