ást-ar-þrá-hyggja
Þegar ég hugsa um þig
set ég stjörnur í augun mín
fiðrildi í magann minn
og gulan fugl í munninn

tísti og tísti
en engin skilur mig

Svo líður dagurinn og ég orðin örmagna

og áður en ég sofna á kvöldin
tek ég stjörnurnar úr augunum
festi þær í loftið
hleypi fiðrildinu út og óska mér
set gula fuglin í búrið og geymi

dreymir svo og dreymir
og ég skil  
Ósk Erling
1980 - ...


Ljóð eftir Ósk Erling

Malt
Lopi
Andmæli malt
ást-ar-þrá-hyggja
ástarsími
Sósulitur
Orða illgresi
gjöf
Próf
Fiskur
Kúbein
Svo svo svo...
Ástkonan
Berjamó
Sparaðu
Helsti sérfræðingur um skotvopn í landinu
Leiðinlegt ljóð
þrá
Norðurljósahaf
Þrjátíu og sjöþúsund og fimmhundruð mínútur
Af hjartans list
94-13911
Einstakur á(vax)stariðnaður