Barátta
Strýk flókið hárið frá,
Tár rennur hljóðlaust niður rjóðan vanga.
Það sem ég ætíð taldi mig þrá,
Hefur skilið mig eftir,
Og gert nóttina langa.
Lífið nú er dautt og dimmt
Dragnast áfram af gömlum vana
Trúði ekki það gæti orðið svo grimmt
Grafið undan mér, orðið sál minni að bana.
Ég krafla mig upp á klifið
Klóra
Reyni að tóra.
Ef ég bara gæti svifið
Flogið burt og skilið eftir
Gamla móra.
Tár rennur hljóðlaust niður rjóðan vanga.
Það sem ég ætíð taldi mig þrá,
Hefur skilið mig eftir,
Og gert nóttina langa.
Lífið nú er dautt og dimmt
Dragnast áfram af gömlum vana
Trúði ekki það gæti orðið svo grimmt
Grafið undan mér, orðið sál minni að bana.
Ég krafla mig upp á klifið
Klóra
Reyni að tóra.
Ef ég bara gæti svifið
Flogið burt og skilið eftir
Gamla móra.
jan´05