Lítil stund
Eina litla stundu
stoppaði hávaðinn
og ég heyrði...

Regndropar dælduðu laufblöðin
sem með hjálp Kára dönsuðu undan þeim

Laufblöðin keyrðu á hvort annað
og mynduðu þetta sem við köllum skrjáf

Kári öskraði eins og hann gat
en því miður þá skildi hann alls enginn

en svo...
eins og hann stoppaði
byrjaði hann aftur  
Steinar
1987 - ...
október 2004


Ljóð eftir Steinar

Dúfa
Lítil stund
Sérstaki strákur
Blóm
Dans
Útgönguleið
Ástand
Fangelsun án dóms og laga
Forseti
Í minningu ástar sem aldrei fæddist
Án Titils
30. ágúst 2005
Lífið
Rondó
Án þín er ég auður og kaldur
Gróf lýsing á fallegustu manneskju veraldar
Ást
Tíminn og vatnið
Bílstjóri
Vélin