Vélin
Andardráttur
sem lunga fyllir
en til hvers?

Efni í æðum
sem frumu færist
en til hvers?

Bruni í frumu
sem orku eykur
en til hvers?

Hjartsláttur
sem blóð ber
en til hvers?

Neisti í heila
sem boð ber
en til hvers?

Andardráttur
sem lunga fyllir
og til þess...


...að sjá hana einu sinni enn  
Steinar
1987 - ...
apríl 2008


Ljóð eftir Steinar

Dúfa
Lítil stund
Sérstaki strákur
Blóm
Dans
Útgönguleið
Ástand
Fangelsun án dóms og laga
Forseti
Í minningu ástar sem aldrei fæddist
Án Titils
30. ágúst 2005
Lífið
Rondó
Án þín er ég auður og kaldur
Gróf lýsing á fallegustu manneskju veraldar
Ást
Tíminn og vatnið
Bílstjóri
Vélin