30. ágúst 2005
Birtan faðminn breiðir sinn
um breiðan himinn gráan
litir virðast ljósari
en langa sumardaga

Fellur regn af himni hljótt
og heyrist varla í því
blautar götur, gangstéttir
en grasið flytur angan

Lyktin vitjar vitanna
er veik en fangar hugann
hægur andar andvarinn
af úthafinu dimma

Fæðast þennan fagra dag
og falla á öðrum líkum
fyndist mér og fleirum að
það fengist ekki betra
 
Steinar
1987 - ...
september 2005


Ljóð eftir Steinar

Dúfa
Lítil stund
Sérstaki strákur
Blóm
Dans
Útgönguleið
Ástand
Fangelsun án dóms og laga
Forseti
Í minningu ástar sem aldrei fæddist
Án Titils
30. ágúst 2005
Lífið
Rondó
Án þín er ég auður og kaldur
Gróf lýsing á fallegustu manneskju veraldar
Ást
Tíminn og vatnið
Bílstjóri
Vélin