Tíminn og vatnið
Tíminn er eins og vatnið
og vatnið er djúpt og kalt.

Ég rétt skýst upp til að anda,
svo sekk ég aftur.

En vatnið rennur burt
og þornar upp.

Ég er feginn,
ég get andað aftur.

Birtan er eins og loftið
og loftið er þurrt og heitt.

Ég fæ ekkert að drekka,
ég er þyrstur.

En þurrkurinn endar
og það rignir aftur.

Ég er feginn,
ég get drukkið aftur.

...

Og vatnið er tíminn.  
Steinar
1987 - ...
apríl 2007


Ljóð eftir Steinar

Dúfa
Lítil stund
Sérstaki strákur
Blóm
Dans
Útgönguleið
Ástand
Fangelsun án dóms og laga
Forseti
Í minningu ástar sem aldrei fæddist
Án Titils
30. ágúst 2005
Lífið
Rondó
Án þín er ég auður og kaldur
Gróf lýsing á fallegustu manneskju veraldar
Ást
Tíminn og vatnið
Bílstjóri
Vélin