Skátar og glaumur gleðinnar
Ég ætla bara að vera rólegur
þreyttur á að vakna á
ókunnugum stöðum
þreyttur á vökunóttum
í fölskum dýrðarljóma áfengis
og eiturlyfja
þreyttur á sömu andlitunum
sömu setningunum

á erfiðu dögunum í kjölfarið

Held ég gangi í skátana
þeir virðast alla vega
glaðir.  
Andri Karl
1982 - ...
2005


Ljóð eftir Andra Karl

Langstökk
Nótt
Kvöldstund í köldu rúmi
Eftir á dagskrá
Óholl er höfnunin
Skókaup
Skátar og glaumur gleðinnar
Veður I
Í næfurþunnum nælonbuxum