

Og úti urrar veðrið.
Það er kalt
þótt ofninn sé
á fullu
og ég ligg skjálfandi
undir sænginni.
Vindurinn lemur húsið
og veggirnir titra
en þegar ég lít út
um gluggann
skín sólin
og þvotturinn
hreyfist ekki á snúrunni.
Það er kalt
þótt ofninn sé
á fullu
og ég ligg skjálfandi
undir sænginni.
Vindurinn lemur húsið
og veggirnir titra
en þegar ég lít út
um gluggann
skín sólin
og þvotturinn
hreyfist ekki á snúrunni.