kuldaboli
með fannferginu
fullkomnar hann
fyrir okkur jólin

og

með áttagata ósonlagi
og óþolandi frosti
bræðir hann hjörtu

rjóð í vöngum
brosum við því
framaní snjókarlana

(liturinn á jólunum
skiptir jafnmiklu máli
og gjafirnar)

og

hátt á bláa himinum
situr hann
nötrandi af hlátri

gamli skröggurinn
með snjóblindu í augunum
og augu úr gleri

og með grýlukerti á tánum  
Pykill
1988 - ...


Ljóð eftir Pykil

á milli svefns og vöku
bæn fyrir börnin
taktmælir tímans
sárustu tárin
sveppalofgjörð
litli prinsinn
blað
kuldaboli
tunglið
ísland í bítið
rituals