litli prinsinn
með byrðar efans
á grönnum herðum
gengur hann burt

kremur heilann í lúkunum
öskrandi:
að vera
eða ekki vera
heima?

hver veit
hvort skal fara
eða
vera um kjurt?

er það nóg að liggja
í litlu rúmi
og láta sig dreyma?

lítilvæg eru svörin
þegar stórt er spurt

samt einhversstaðar
hátt
þau sveima  
Pykill
1988 - ...


Ljóð eftir Pykil

á milli svefns og vöku
bæn fyrir börnin
taktmælir tímans
sárustu tárin
sveppalofgjörð
litli prinsinn
blað
kuldaboli
tunglið
ísland í bítið
rituals