á milli svefns og vöku
í draumum þínum
syngja sólskríkjur
um nýja veröld

þarsem allir
elska alla

---

vakandi
ertu bitinn
daglega

og í ástarsorg
hneigja svanirnir
höfuðin
og gráta

---

á milli svefns og vöku
vaka hrægammarnir yfir þér
með klærnar
svo hvassar
að þær gætu rifið gat
á hjartað í þér

---

það er sárt
að blæða  
Pykill
1988 - ...


Ljóð eftir Pykil

á milli svefns og vöku
bæn fyrir börnin
taktmælir tímans
sárustu tárin
sveppalofgjörð
litli prinsinn
blað
kuldaboli
tunglið
ísland í bítið
rituals