tunglið
blóðugur
slímugur
aðskotahlutur
kemur þú í heiminn
og einsog yfirþyrmandi drungi tilverunnar sé ekki nægur
ertu barinn í bakið
þartil þú orgar af sársauka
og þú lærir að ganga
tala
ljúga
og lifa

og þú lærir að treysta mömmu
og þú lærir að vantreysta mömmu
og þú lærir að ekkert skal elska
og að engir kossar fá læknað
sárin sem sjást ekki að utan

rétt skriðinn útúr skólanum
ennþá hlandvotur
á bakvið eyrun
úrvinda af þreytu
uppgefinn á heiminum
þreyttur á að anda
lífsleiðinn í hámarki
bankainnistæðan í lágmarki
og klukkustundum saman
geturðu legið uppá þaki
og starað útí tómið

tunlið
tunglið
taktu mig
taktu mig í rassinn  
Pykill
1988 - ...


Ljóð eftir Pykil

á milli svefns og vöku
bæn fyrir börnin
taktmælir tímans
sárustu tárin
sveppalofgjörð
litli prinsinn
blað
kuldaboli
tunglið
ísland í bítið
rituals