bæn fyrir börnin
vertu guð faðir móðir mín
í meistara drottins nafni
ávallt berji mig höndin þín
og kyrkji mig svo ég kafni

vertu undir og yfirum
með eigingjarnri blessun þinni
dansi guðs djöflar í eilífum
dansi yfir sænginni minni

leiddu mína litlu hendi
ljúfi jesú þér ég sendi
blóð frá mínu brjósti sjáðu
bláedrú og allsgáðu...

faðir vor
þú sem hátt á himni
situr

gerðu eitthvað...
 
Pykill
1988 - ...
biturð? spurning...


Ljóð eftir Pykil

á milli svefns og vöku
bæn fyrir börnin
taktmælir tímans
sárustu tárin
sveppalofgjörð
litli prinsinn
blað
kuldaboli
tunglið
ísland í bítið
rituals