Svartir skuggar
Ligg,
Ligg og hugsa um það sem framundan er.
Hvað næst?
Hvað bíður mín handan við næsta horn?

Svartir skuggar dansa allt í kringum mig,
Þeir bjóða mér upp í dans en ég get ekki hreyft mig.

Ég flýt á öldum hafsins.
Notalegt, en ég ræð ekki ferðinni.
Straumurinn er of kröftugur.

Hvar enda ég?
Eða enda ég kannski ekkert?

Ligg,
Ligg og hugsa.
Af hverju er ég til?
Líður mér vel?
 
Draumadís
1986 - ...


Ljóð eftir Draumadís

Svartir skuggar
Sæti karlinn
Litróf lífsins
Ferðalag
Okkar líf
Himnaríki
táslurnar mínar
Minning um líf
Maðurinn í frakkanum