Himnaríki


Ég hef lengi ætlað mér

Að leggjast á skýjin
og borða
súkkulaði

Flétta hárið
-Á litlu englastelpunum
Spila ólsen ólsen
- við englastrákana.

Panta tíma hjá yfirmanni okkar
og segja

Guð,
hvernig á ég að lifa lífinu?

Fá ekkert svar

Knúsa alla vini mína

Stökkva niður aftur
og takast á við lífið

 
Draumadís
1986 - ...


Ljóð eftir Draumadís

Svartir skuggar
Sæti karlinn
Litróf lífsins
Ferðalag
Okkar líf
Himnaríki
táslurnar mínar
Minning um líf
Maðurinn í frakkanum