

Lítil stúlka með dimm augu,
Dimm, dökksvört augu.
Hleypur eftir marglitri götunni.
Gulur,
Rauður,
Grænn og
Blár.
-Hún brosir.
-Litirnir glampa.
Ekkert nema tilhlökkun fram undan.
Inni á milli leynist einn dekkri litur.
Litla stúlkan hrasar.
-Hún grætur
-Hvar er litadýrðin?
Lífið getur fyrirvaralaust tekið óvænta stefnu.