

Ég hef lengi ætlað mér
Að leggjast á skýjin
og borða
súkkulaði
Flétta hárið
-Á litlu englastelpunum
Spila ólsen ólsen
- við englastrákana.
Panta tíma hjá yfirmanni okkar
og segja
Guð,
hvernig á ég að lifa lífinu?
Fá ekkert svar
Knúsa alla vini mína
Stökkva niður aftur
og takast á við lífið