

Mamma sagði við mig þegar ég var ungur
að ég ætti alltaf að spara
og passa mig á bílunum
og alltaf að skeina mig
og bora ekki í nefið
og klára alltaf matinn
og borða kartöflur jafnt sem pizzur
og vera alltaf kurteis
og læra heima
og mæta á réttum tíma
og tala ekki lengi í síma
og fara snemma að sofa.
Heldurðu að ég sé vitlaus?
Að vera ekki enn búinn að ná þessu.
að ég ætti alltaf að spara
og passa mig á bílunum
og alltaf að skeina mig
og bora ekki í nefið
og klára alltaf matinn
og borða kartöflur jafnt sem pizzur
og vera alltaf kurteis
og læra heima
og mæta á réttum tíma
og tala ekki lengi í síma
og fara snemma að sofa.
Heldurðu að ég sé vitlaus?
Að vera ekki enn búinn að ná þessu.
úr ljóðasafninu "klikk er til í heiminum"