Kusk í naflanum.
Veist þú hvernig er að vera
ekki neinn sérstakur
og hlaupa um nakin, en samt tekur enginn eftir þér.

Að hlaupa um og finna frelsið
með brett upp á forhúðina
þannig að allir mega sjá þig.

Að stökkva upp í loftið
og þykjast skjóta
lenda í jörðinni og velta sér um

og enginn tekur eftir þér

og manni líður eins og
- kuski í nafla alheimsins.

Og maður er einhvernveginn
- kusk í nafla alheimsins.

 
Einar Ben Þorsteinsson
1976 - ...


Ljóð eftir Einar

Skilningur.
Lífsreglur
Kusk í naflanum.
Ástin.
Draumur
Um þig.
Hver er það sem andar á rúðuna?
Vík brott Sorg.
Við tvö.
Hugmikið hugleysi.
Svarthvít veröld.