Skilningur.
Skrái skilning lífsins
niður á blað
núll
núll
núll
ég get ekki skilið það.

Skrái skepnuskap huga míns
niður á blað
fjórir,
fimm,
sex,
eykst, en ekki hvað.

Skrái hamingju
niður á blað
þrír,
tveir,
einn,
Deyfðin rennur í hlað.

Eins og lítill krakki í rólu.
Sveiflast upp og niður,
en alltaf á sama stað.
 
Einar Ben Þorsteinsson
1976 - ...
Úr ljóðasafninu "klikk er til í heiminum."


Ljóð eftir Einar

Skilningur.
Lífsreglur
Kusk í naflanum.
Ástin.
Draumur
Um þig.
Hver er það sem andar á rúðuna?
Vík brott Sorg.
Við tvö.
Hugmikið hugleysi.
Svarthvít veröld.