

Skrái skilning lífsins
niður á blað
núll
núll
núll
ég get ekki skilið það.
Skrái skepnuskap huga míns
niður á blað
fjórir,
fimm,
sex,
eykst, en ekki hvað.
Skrái hamingju
niður á blað
þrír,
tveir,
einn,
Deyfðin rennur í hlað.
Eins og lítill krakki í rólu.
Sveiflast upp og niður,
en alltaf á sama stað.
niður á blað
núll
núll
núll
ég get ekki skilið það.
Skrái skepnuskap huga míns
niður á blað
fjórir,
fimm,
sex,
eykst, en ekki hvað.
Skrái hamingju
niður á blað
þrír,
tveir,
einn,
Deyfðin rennur í hlað.
Eins og lítill krakki í rólu.
Sveiflast upp og niður,
en alltaf á sama stað.
Úr ljóðasafninu "klikk er til í heiminum."