

Þar sem stígar og slóðar
bögglast hverjir ofan í annan
og hið staka glæsta gullregn
sáldrar lífi sínu ofan
og blað fyrir blað
þekur jörðu sína
sólu
á milli stórra og smárra
hjá ríkum og snauðum
- jafnt gleymdum og gröfnum
við endastíg í lokuðum botnlanga
í friði fyrir rápi og róli
þar
undir handskrifuðum borða
liggur minn friður
bögglast hverjir ofan í annan
og hið staka glæsta gullregn
sáldrar lífi sínu ofan
og blað fyrir blað
þekur jörðu sína
sólu
á milli stórra og smárra
hjá ríkum og snauðum
- jafnt gleymdum og gröfnum
við endastíg í lokuðum botnlanga
í friði fyrir rápi og róli
þar
undir handskrifuðum borða
liggur minn friður
Áður óútgefið. 2001.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Allur réttur áskilinn höfundi.