Játning
Ég játa til feðra minna
syndir mínar
sem eins og skörðóttur hnífur
hafa bitið á sköpun almættisins
og sem eitur
hafa deytt fögur blóm
er döfnuðu á grundu móður minnar

Eitt örsmátt tár
get ég gefið í staðinn
en hver er sú bót

Mínum síðasta blóðdropa
heiti ég
en hver er sú bót

Getur einhver sagt mér
hvar ég beygði af leið
 
María Hafþórsdóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Maríu Hafþórsdóttur

Játning
Endurfæðing
Skömm
Endalok
Von
Einhver
Píslargangan
Ástin
Til þín
Piltur og stúlka
Orðsending til almættisins
Kom
Þorravísa
Morgunn
Meðan álfarnir dansa
In a distant world
Alsæla
Þú
Spegilmynd
What am I to you ?