

Hann gengur eftir götunni
Maðurinn í frakkanum
Ætli hann sé að hugsa til mín
Ætli hann muni eftir mér
Muni nafnið mitt
Muni hver ég er
Það er liðinn langur tími
Of langur tími
Í þögninni
Ólgandi sársaukinn tekur völdin
Núna er það bara minningin sem lifir
Um manninn í frakkanum