

Birtan faðminn breiðir sinn
um breiðan himinn gráan
litir virðast ljósari
en langa sumardaga
Fellur regn af himni hljótt
og heyrist varla í því
blautar götur, gangstéttir
en grasið flytur angan
Lyktin vitjar vitanna
er veik en fangar hugann
hægur andar andvarinn
af úthafinu dimma
Fæðast þennan fagra dag
og falla á öðrum líkum
fyndist mér og fleirum að
það fengist ekki betra
um breiðan himinn gráan
litir virðast ljósari
en langa sumardaga
Fellur regn af himni hljótt
og heyrist varla í því
blautar götur, gangstéttir
en grasið flytur angan
Lyktin vitjar vitanna
er veik en fangar hugann
hægur andar andvarinn
af úthafinu dimma
Fæðast þennan fagra dag
og falla á öðrum líkum
fyndist mér og fleirum að
það fengist ekki betra
september 2005