Fullt tungl
Ég skemmti mér
skríðandi
í skugganum
til að hafa
betri yfirsýn.
Skröltormarnir
sem ég
hitti
á leiðinni
eru allir
málhaltir.
Ég áveð að vera
nakin
til að skera
mig ekki
úr
-ákveð að öskra
svo enginn
heyri
í mér.
Ég drekk drykkinn
í einum
teig
til að verða
ekki
full.
Horfi í
augun
á
öllum
sem ég mæti
svo að
enginn
elti mig.
 
Bergþóra Einarsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Bergþóru Einarsdóttur

Um verkfallið
Græðgi
Doppóttir froskar segja FFFFF
Staka um ketti
Höfuð mitt er næturhrafn 2508052:27
Sjö hungurverkföll
Systur
Frábrugðið flugtak
Fullt tungl
Eða
Venjuleg líðan
Hrognkelsi
Skrif í myrkri
Nístingur og Doði
RÍKISSTJÓRNIN STELUR
IX Para Bécquer