Snjófluga
Það glitrar á litlar snjóflugur í augunum þínum,
og þú ert sæt þegar þú tiplar á hvítum tánum,
Og þú kemur til mín og kyssir með blóðrauðum vörum,
Og þú grætur glitrandi björtum stjörnutárum.
Í maganum iða lítil flöktrandi fiðrildi,
svo næpuhvíta húð og eplarauð í kinnum,
og með svo himinblá augu að ég týnist,
og ég vil vera með þér alltaf og mörgum sinnum.
Og þegar ég er með þér er ég betri,
og þú ert fegurri en allt,
þú ert fegurri en björtustu norðurljós að vetri,
en samt er augnarráð þitt furðu kalt.
og þú ert sæt þegar þú tiplar á hvítum tánum,
Og þú kemur til mín og kyssir með blóðrauðum vörum,
Og þú grætur glitrandi björtum stjörnutárum.
Í maganum iða lítil flöktrandi fiðrildi,
svo næpuhvíta húð og eplarauð í kinnum,
og með svo himinblá augu að ég týnist,
og ég vil vera með þér alltaf og mörgum sinnum.
Og þegar ég er með þér er ég betri,
og þú ert fegurri en allt,
þú ert fegurri en björtustu norðurljós að vetri,
en samt er augnarráð þitt furðu kalt.