heimsins minnsta ástarsamband
Þú settist
í grænu
rauðu
og hvítu
ég er viss um
að augu þín eru blá
og í rökkri
kasta þau mjúkum skuggum
á egó mitt
ef ég er nærri

kremhvít stígvél
ég þori ekki
að líta eftir augum þínum
of oft
þá feimnast ég
er samt viss um
að ef ég klæði þig úr þeim
í rökkri
þá lokast augun
alveg óvart
og þú ferð að hugsa um mig
meira
og meira

eru augu þín blá?
er sál þín rauð?
heit?
eru varir þínar mjúkar?

kannski í öðru lífi
var ég mastur á skipi
og þú þoka
og við kysstumst
og þú blindaðir mig
svo fórstu
af ótta við að missa mig


augu þín eru blá  
Hörður S. Dan.
1977 - ...


Ljóð eftir Hörð

án titlils
hmm
í nótt
kona
kvöldbæn
Stund
Á röltinu meðfram miklubraut
Kraftaverk
samviska meðalmannsins
kæri veruleiki
Veruleikinn
vertu bless vinan
blikk
Ástleitnar pælingar
Dúr
Ég og þú
Hrollur hjartans
ást í veseni
Um þunglyndi
Óður til heilans
stöðugt andartak
hik
Þessvegna tala ég með hjartanu
Smá stund fyrir sjálfsmorð
heimsins minnsta ástarsamband
Gull í formi gæsar
dagur II
Mín kaldhæðna smásál
Pælingar
duttlúngar dimmunar
Minningar
Mót
Í minningu