Elsku besta geðveilan mín
Málverkið blæðir
hugann minn klæðir
óttinn minn skekur
dregur mig niður
augun máttu sjá
allt sem þau máttu
ekki þá,
eyrun heyrðu í fiðlu
búna til í Helju
þjáningin elur
aðeins með sér aðra
myrkrið það felur
nú auðvitað flest alla
leiðandi röddin
sem virðist loks kalla
vísar mér vitaskuld
á stíginn grýtta
stúlkan sem nálgast
með kveikt er á spýtu
klappar mig blíðlega
laust á öxlu
sinfóníufalleg, dularfull
og treg
hvíslar hún að mér
að málverkið sé ég.
 
Guðni
1979 - ...


Ljóð eftir Guðna

Jenný
Ótitlað
Ótitlað
Elsku besta geðveilan mín
Hinn neikvæði ég
Ótitlað
Von
Ótitlað
Ótitlað
Vanmáttur í stríði
Lífsdans
Ótitlað
Til Andreu
Ljóðsemégmyndisemjaglaðurefégættiheimaíróognæði