Trúleysi
Hugur minn eins og mensk þvottavél
Allt snýst og ég veit ekkert hvað er hvað.
Hjarta mitt í þúsund molum
Og er ómögulegt að setja saman.
Líkami minn hefur enga orku
Ég liprast niður í hverju skrefi
Lungun mín tóm eins og sprungin blaðra
Þungt andvarp í hverjum andardrætti...

Minningar streyma úr öllum áttum
Og tilfinningarnar láta ekki af stjórn
Varir mína vilja ekki tjá orð mín
Þótt þörfin til þess er yfirgnæfandi.
Ég hef breyst svo mikið
En samt er ég alveg eins og ég var
Í sömu helvítis hringekjunni
Sem virðist aldrei ætla að hætta...

Sköpunargáfa mín virðist birtast
Aðeins þegar mér finnst lífið tilgangslaust
Ég er ástfangin af þunglyndinu
Því aðeins þar finnst mér ég eiga heima
Hamingjan hefur engan áhuga á mér
Þótt ég fái að kynnast henni af og til
Og ég hafi mig útí það að elta hana
En hjá mér er hún ekki auðfundin...

Svartsýni er eitt af því sem hrjáir mig
Sálin getur ekki afborið fleiri brotin loforð
Né þegar vonin sjálf brestur í lófum mínum
Trúleysi á að lífið verði nokkurn tíma betra.
Finnst ég vera sjálfselsk í hugsunum
Og veit að vandamál mín eru enginn
Miðað við hvað heimurinn er hræðilegur
Við þá sem þurfa þess sem minnst...
 
Ingunn Róbertsdóttir
Hvernig mér líður.. [Október 2005]


Ljóð eftir Ingunni

Ég vil...
Einmanna
Brjálæði...
Hver?
Trúleysi
Erfiður Dagur
Amma
Innihaldslaust..
Andstæða..
Óð til magans
?
Á ný
"án titils"
Tilraun til ljóðs
Lykt
Fífl.
Segjum svo.
Ó Kormákur