Erfiður Dagur
Ligg úti á grænu víðáttunni
Tek andann á lofti
Og tíminn stoppar stutta stund.
Allt virðist skýrar en áður,
Dumbrauður litur yfirtekur himininn
Þegar sólin tyllir sér niður
Eftir erfiðan dag.
Lyktin af sjávarniðnum kitlar nef mitt
Og vindurinn dansar um grösin
Sem umlykja líkama minn.
Hlusta vandlega á fuglasönginn
Sem hljómar svo líflega í fjarska.
Allt í einu streymir þessi sælu tilfinning
Í gegnum lokaða hjarta mitt
Finn hvernig allt virðist þess virði
Og allar þessar hugsannir sem herja á sál mína
Hverfa léttilega á braut.  
Ingunn Róbertsdóttir
Náttúran veitir manni einhverskonar sælu.. [29.12 2005]


Ljóð eftir Ingunni

Ég vil...
Einmanna
Brjálæði...
Hver?
Trúleysi
Erfiður Dagur
Amma
Innihaldslaust..
Andstæða..
Óð til magans
?
Á ný
"án titils"
Tilraun til ljóðs
Lykt
Fífl.
Segjum svo.
Ó Kormákur