

Þýtur í eiði þokukenndur slæðingur
þreytist við leiði kumlið komið að hruni
bítur í nágresi blóðnætur illvígur næðingur
í baráttu óður sem æjir æ frost eða funi
þó andi kalt er í mun að mega vera
af mörgu títt en segir fátt af einum
á stalli er stundum valt til þess að gera
það stoðar lítt að lifa hátt í meinum
það sakar ekki að spyrja
meðan spjarir tóra til
því spurningin er mark um fjör
og vonarglætu í vil
svo langt sem augað eygir
teygist auðnin gul og grá
og áin tær og blá
skyggni ágætt
en ekkert að sjá
skyggni ágætt
en í engan að ná
Vargá
þreytist við leiði kumlið komið að hruni
bítur í nágresi blóðnætur illvígur næðingur
í baráttu óður sem æjir æ frost eða funi
þó andi kalt er í mun að mega vera
af mörgu títt en segir fátt af einum
á stalli er stundum valt til þess að gera
það stoðar lítt að lifa hátt í meinum
það sakar ekki að spyrja
meðan spjarir tóra til
því spurningin er mark um fjör
og vonarglætu í vil
svo langt sem augað eygir
teygist auðnin gul og grá
og áin tær og blá
skyggni ágætt
en ekkert að sjá
skyggni ágætt
en í engan að ná
Vargá