Rýr lamadýr

Rýr lamadýr feta bratt einstigið
upp að höllu drottningar
flytja vín reykelsi vindla og aðrar nauðsynjar
strangt auga út um eldtrausta hurð
gefur þegjandi samþykki
og inn tölta þau hlýðin
til affermingar í hlaði

sjaldnast ná þau lengra en að brunninum
og aldrei inn í það allra helgasta
því að spaðadrottning
stundar ekki kynlíf
utan örfá slys með einhverjum gosum
og ómerkilegum tvistum í bland
ekkert til að tala um.

Og enn rýrna lamadýrin með árunum
sem sleppa gegnum nálaraugað
mæta auknum kröfum
og feta hinn hættulega stíg
af gömlum vana og mikilli aðgætni
því slysin gera víst ekki
boð á undan sér.
 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni