Vargá
Þýtur í eiði þokukenndur slæðingur
þreytist við leiði kumlið komið að hruni
bítur í nágresi blóðnætur illvígur næðingur
í baráttu óður sem æjir æ frost eða funi

þó andi kalt er í mun að mega vera
af mörgu títt en segir fátt af einum
á stalli er stundum valt til þess að gera
það stoðar lítt að lifa hátt í meinum

það sakar ekki að spyrja
meðan spjarir tóra til
því spurningin er mark um fjör
og vonarglætu í vil
svo langt sem augað eygir
teygist auðnin gul og grá
og áin tær og blá

skyggni ágætt
en ekkert að sjá
skyggni ágætt
en í engan að ná

Vargá
 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni