Í ræsinu við Rauðará
Sem ég ligg hér
andvaka
undir súð
í gömlu húsi
verður mér hugsað til þín
í ræsinu handan árinnar
hvar þú situr meðal jafningja
og mænir slompuðum augum
upp í gluggann til mín
að sjá hvort kvikni nú ljós
eða lífsneisti

Vorkenndi ég þér?
Kannski
Fyrigaf ég þér?
Sennilega

Þú varst efnisvinur
lykillinn að földum fjársjóði
á framandi strönd
núna ertu bara
framandi

þambandi ógeð
á Kaffi Skít
við Red River Street
og ennþá
svo sorglega fá skref
frá Draumnum  
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni