Alltaf á ferðinni
Alltaf á ferðinni
maður minn
alltaf á ferðinni
drengur minn
með nýju konuna í bílnum
22ára úkraínska snót
spengi og tilkippilega
geirvörturnar stífar
með breiðan hring
sem þrá vökvun
klukkutíma sprett
á dag

og stjarnan á húddinu
vísar veginn
á vit villtustu ævintýra
stjörnuþokunnar
þú þarft sólgleraugu
og súrefnistank
til að ná okkur
á englarykstráðri
vetrarbrautinni

maður klikkar nú ekki á því
drengur minn
að lokum...
ertu ekki að koma?

 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni