Þjófar á nóttu
Undir spegilsléttu yfirborðinu
mara ég í kafi og legg á ráðin
eins og þjófur á nóttu

sjá ég færi yður gjafir
og þú tekur brosandi á móti mér
í rauða kjólnum
girnileg og tælandi
allt eins og áður
nema ég er ekki ofurölvi

og undir flöktandi bjarma kertaljósanna
stelur þú sakleysi mínu
og ég stel þótta þínum
og við stelum nóttunni
hvort frá öðru
eins og aldrei komi önnur meir

í hálffullum glösunum
loga eldar
kyndlar nýrra tíma
og skuggar okkar spegla sig í þeim
og hvísla sín á milli:
þetta kemur engum við
nema okkur
nema okkur...

og fyrir utan
hríslast logndrífan
um miskunnsama nóttina
 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni